Couch Fest Films 2012--YO!
language language
couch promo

Hvað er Couch Fest Films?

Couch Fest Films er notaleg alþjóðleg stuttmyndahátíð sem haldin er á heimilum fólks út um allan heim samtímis á einum degi. Í ár verður Couch Fest Films haldin fimmta árið í röð. Couch Fest Films gengur út á heimilislegt andrúmsloft þar sem kvikmyndaunnendur stiji saman í sófa eða óhefðbundnum stað og njóti hágæða stuttmynda saman.

Á hverju ári sýnum við gæða myndir frá kvikmyndahátíðunum Sundance, SXSW, CFC Worldwide Shorts, Seattle Int. Film Festival og New Horizons Film Festival, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Couch Fest Films er hvorki net- né sjónvarpstengdur viðburður. Við erum stuttmyndahátíð sem skiptir út umhverfi bíósýninga frá hinu hefðbundna bíómyndahúsi yfir í óhefðbundnari staðsetningar, svo sem stofur gestgjafa hátíðarinnar, nú eða jafnvel úti í náttúrunni, úti á götu eða um borð í báti.

Á laugardaginn 10. Nóvember 2012, munum við bjóða upp á stórkostlega dagskrá af stuttmyndum á óhefðbundnum stöðum í Reykjavík fyrir ykkur kvikmyndaunnendur að njóta samtímis öðrum kvikmyndaunnendum út um allan heim. Stutt hlé verður gert á miðju hverrar dagskrár svo áhorfendur geti rætt um myndirnar - eða þess vegna bara daginn og veginn. Þannig skapast færi á að kynnast hvort öðru og að deila upplifun. Ekki skemmir fyrir að fá að uppgötva vandaðar stuttmyndir!

Auðvitað viltu koma á Couch Fest Films! Kannski elskarðu kvikmyndir. Kannski elskarðu að sitja á rassinum. Við elskum bæði. Það var þannig sem hugmyndin af Couch Fest Films fæddist.

The Icelandic Mountain Bike Club
   Experimental & Intense (60 mins)
 2pm Brekkustígur 2
     
Special Tours
   Truth & Fiction (70 mins)
4pm Reykjavik Old Harbour
     
Hostel International Reykjavik
   Animation (60 mins)
6pm Vesturgata 17
Sundlaugavegur 34
     
HARPA
   Comedy (60 mins)
8pm Austurbakki 2
     
Online Event Page   Facebook

submit   results   host   extras   huh?   contact   press   sponsors   jobs   staff